Um Kisukot

Kisukot var stofnað 29. janúar 2012  til að koma til móts við þann fjölda af kisum sem er á vergangi á Akureyri. Starfsemin er rekin í heimahúsi á meðan leitað er eftir hentugu húsnæði fyrir kisurnar. Vegna þessa getum við því miður ekki tekið við öllum kisum sem vantar hjálp en við reynum svo sannarlega. Allar kisur sem finnast á vergangi komast að hjá okkur. Þær eru í forgangi. Þeir sem þurfa að losna við kisur af einhverjum ástæðum geta auglýst hjá okkur og við reynt að finna fósturheimili fyrir fólk ef neyðin er mikil. Símanúmerin  hjá Kisukoti eru 698-3039 og 663-8747. Ef þið finnið kisu á vergangi þá endilega hringið í okkur. Við bregðumst skjótt við.

Öll dýr sem fara frá okkur eru geld, ormahreinsuð og örmerkt. Kisurnar njóta þjónustu Dýraspítalans í Lögmannshlíð. Kostnaðurinn við rekstur Kisukots er töluverður og er starfsemin algjörlega rekin á styrkjum frá góðum dýravinum. Allir styrkir fara í kisurnar.