13 kisur í neyð

Sunnudaginn 3. apríl komu í Kisukot 13 kisur sem áttu það sameiginlegt að vera teknar úr óviðunandi aðstæðum. Þetta er þriðja málið á hálfu ári sem Kisukot tekur þátt í þar sem kisur í slæmu ástandi hafa verið teknar. Kisurnar 13 eru í mjög misjöfnu ásigkomulagi, flestar eiga það sameiginlegt að vera alltof grannar og sumar hverjar eru mjög kvefaðar. Í hópnum voru 9 kettlingar sem allir hafa fengið góð heimili. 1 fullorðin kisa er komin með heimili en 3 munu leita að heimilum fljótlega. Þær munu verða geldar, örmerkar og ormahreinsaðar áður en þær fara á ný heimili. Ef þið hafið áhuga á að hjálpa yndislegum kisum sem hafa þurft að ganga í gegnum alltof mikið á sinni ævi endilega hafið þá samband.

 

 

Facebook Comments