Köttur vikunnar – Ljómi

Hæ tilvonandi eigendur og aðrir dýravinir!

Ég heiti Ljómi og mér var bjargað af dýraverndunarfélaginu Villikettir af heimili þar sem voru rúmlega 100 kettir.  Ég kom ásamt 12 öðrum kisum í Kisukot þann 3. apríl sl. Við komuna var ég rosalega horaður og skítugur og Ragga fóstra sagði að ég væri einn horaðasti köttur sem hún hefði séð :( Nú er búið að gelda mig og raka og bíð ég spenntur eftir að komast á nýtt heimili. Það þarf að vera rólegur staður, ekki með ungum börnum. Ég nefnilega er svolítið feiminn og hlédrægur eftir lífsreynsluna og þarf að læra að treysta betur. Fóstra segir þó að ég sé að taka rosalegum framförum og ég er meira að segja farinn að lúlla uppí rúmi. Ég er nú bara svolítið stoltur af sjálfum mér ef ég á að segja eins og er! Ef þið hafið áhuga á að hitta mig endilega heyrið í fóstru í síma 6638747.

 

IMG_6433

ljómi

Facebook Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *