Minningarsjóður Alexöndru

Alexandra var yndisleg kisa sem við ættleiddum úr Kattholti 21. janúar 2011. Við ætluðum ekki að taka hana, vorum þegar búin að ákveða að taka aðra en hún vildi okkur. Þegar ég var að þrífa búrið hennar klöngraðist hún upp í fangið mitt og þar vildi hún bara vera. Hún var sjúskuð og horuð við komuna í Kattholt og veiktist af kvefi þar. En það var eitthvað við þessa elsku sem sagði mér að ég yrði að taka hana. Úr varð að við sóttum hana að morgni 21. janúar og keyrðum með hana heim til Akureyrar. Daginn eftir fór hún og fékk sýklalyf við kvefinu og hresstist fljótt. Alexandra var stórkostlegur karakter. Alltaf að spjalla við mann með rámu röddinni sinni og hlýðin og góð. Uppátækjasöm með eindæmum, elskaði teygjur og að veiða rusl upp úr rusladallinum inn á klósetti. Hún átti alltaf að verða innikisa en lét ekki segjast og braust alltaf út, svo við gáfumst upp. Því miður hafði það örlagarík áhrif því að morgni 17. maí var henni hleypt út um hálf 9 leytið og klukkutíma seinna var hún búin að yfirgefa þennan heim eftir bílslys. Elsku fallegasta Krullan okkar var jörðuð í sveitinni hjá hinum kisunum sem við höfum misst.

 

Styrktarsjóður Alexöndru fer í rekstur Kisukots eins og mat handa kisunum, búr og sandur.

Reikningsnúmer: 0162-26-006503
Kennitala: 650314-0180

Væri þægilegt að fá kvittun á raggagu@mi.is

 

Hér er myndband sem við tileinkuðum henni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *