Stærsta verkefni Kisukots til þessa

Elsku kisuvinir
Kisukot er að ráðast í sitt stærsta verkefni til þessa ásamt MAST og dýralæknum. Við ætlum að hjálpa til á heimili fyrir austan þar sem búa mjög margir kettir. Kettirnir eru á misjöfnum aldri, en flestir eru hálfstálpaðir eða ungir. Af heimilinu verða teknir a.m.k 20 kettir og þeim komið á ný heimili. Allir kettirnir á heimilinu verða geldir/teknir úr sambandi, örmerktir og ormahreinsaðir. Dýralæknirinn á staðnum er til í að gefa okkur góðan díl. Til að hægt sé að ráðast í svona stórt verkefni vantar okkur bæði fósturheimili sem og fjármagn til geldinga. Við leitum eftir fósturheimilum um allt land, en best er að þau séu á Austurlandi eða Norðurlandi, en munum að sjálfsögðu taka öllum fósturheimilum opnum örmum. Auðvitað er einnig í boði að taka að sér kött til frambúðar. Ef þið sjáið ykkur fært um að hjálpa endilega hafið þá samband á kisukot@gmail.com eða í síma 6983039 / 6638747. Ef þið viljið styrkja þessa ketti er rn: 0162-26-006503 og kt: 650314-0180. Endilega merkið með tilvísuninni A-land
Meðfylgjandi eru myndir af nokkrum af kisunum

a a1 a2 a3 a4 a5 a6 a7 a8 a9 a10 a11 a12 a13 a14

Facebook Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *